144. löggjafarþing — 16. fundur,  8. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[19:13]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Menn hafa notað það svolítið í umræðunni hér að gríðarlegur árangur hafi náðst varðandi áfengisneyslu unglinga, og það er hárrétt. Það er ótrúlegt hve viðhorfið til áfengis hefur breyst á skömmum tíma. Eitt af því sem vannst þar var einmitt að foreldrasamtök gáfu skýr skilaboð. Samfélagið vildi breytingu vegna vandamála sem höfðu komið upp.

Þá langar mig að velta því upp við hv. þingmann, sem flutti ræðu hér, og fá fram skoðanir hans á því: Hvaða skilaboð gefur svona frumvarp? Er það þau skilaboð að þetta sé óeðlileg vara sem við eigum að reyna að nota sem minnst af eða að þetta sé almenn vara sem eðlilegt sé að nota, skipti engu máli hversu mikið? Það eigi bara að byrja eftir 18 ára aldur eða hvað? Það er 20 ár í lögunum. Við vitum að megnið af unglingadrykkjunni byrjar um 18 ára aldur. Þá má fólk byrja að drekka að áliti almennings. Þetta eru hlutir sem mér finnst menn verða að velta fyrir sér: Hvaða skilaboð erum við að gefa?

Með tóbakið höfum við náð mestum árangri vegna þess að skilaboðin eru skýr. (Forseti hringir.) Við teljum óeðlilegt að nota tóbak.