144. löggjafarþing — 18. fundur,  14. okt. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:15]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef ég skil hv. þingmann rétt er hann hlynntur þessari virkjun komi viðunandi arðsemi út úr henni, þannig að við höfum það á hreinu. Þá vitum við það. En varðandi Hellisheiðarvirkjun vitum við báðir tveir að það er ólíku saman að jafna vatnsaflsvirkjunum eða gufuaflsvirkjunum eins og uppi á Hellisheiði. Það er miklu meiri áhætta og allt aðrir útreikningar. Það er ólíku saman að jafna, það er miklu meiri áhætta í þeim virkjunarkostum.

Ég spyr hv. þingmann aftur: Skil ég hann þá ekki rétt að með viðunandi arðsemi væri hann tilbúinn að skoða þennan virkjunarkost?