144. löggjafarþing — 19. fundur,  15. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[18:58]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég er með ákveðna tillögu. Hún er sú að við sýnum hæstv. heilbrigðisráðherra þá virðingu sem embætti hans ber. Hæstv. heilbrigðisráðherra hefur lýst því yfir sjálfur með undirskrift sinni og staðfest á vef Stjórnarráðsins að hann líti á þessi mál sem lýðheilsumál sem undir sig heyri og komi sér við. Þess vegna hefur hann tekið undir þau sjónarmið sem fram komu í nefnd um áfengis- og vímuvarnastefnu sem samþykkt var í lok síðasta árs og samþykkt af hálfu ríkisstjórnarinnar í byrjun þessa árs og lúta m.a. að því að takmarka aðgengi að áfengi. Það er yfirmarkmiðið sem hæstv. heilbrigðisráðherra stefnir að. Ég held að við eigum að taka alvarlega þá aðila sem með þessi mál sýsla og við eigum ekki að slá utan undir þau samtök sem (Forseti hringir.) senda þinginu nú ályktanir sínar. Vísa ég þar í foreldrasamtök, unglingasamtök og (Forseti hringir.) ég vísa þar líka í landlæknisembættið.