144. löggjafarþing — 20. fundur,  16. okt. 2014.

viðvera heilbrigðisráðherra í umræðu um sölu áfengis.

[16:32]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Eins og í gær tek ég undir þær óskir sem hér hafa verið bornar fram um að þessi umræða fari ekki fram síendurtekið að hæstv. heilbrigðisráðherra fjarstöddum.

Ég vek athygli á því að þessi umræða hefur nú staðið í átta klukkustundir og gott betur, einhverjum mínútum betur. Sú umræða hefur farið fram hér í fjórum lotum og er nú að hefjast í fimmta sinn. Í öll skiptin hefur verið kallað eftir nærveru hæstv. heilbrigðisráðherra. Hvers vegna? Vegna þess að við erum að ræða um að auka gríðarlega álag og byrðar á þau málefni sem hann er ábyrgur fyrir hjá framkvæmdarvaldinu í þessari ríkisstjórn, þ.e. heilbrigðismál þjóðarinnar, heilbrigðisstofnanir og lýðheilsu.

Ég tek undir spurninguna sem kom hér áðan: Hvenær er hæstv. (Forseti hringir.) heilbrigðisráðherra væntanlegur í hús, herra forseti?