144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

afgreiðsla rammaáætlunar úr atvinnuveganefnd.

[11:56]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Það kom ekki fram í umræðum hér áðan um fundarstjórn forseta að breytingartillaga meiri hluta atvinnuveganefndar var ekki á útsendri dagskrá nefndarinnar heldur var málið tekið upp í lok fundar eins og eitthvert smámál þar sem einn kostur í rammaáætlun varð að átta við breytingartillögu.

Ég bið hæstv. forseta að íhuga hvort það sé ekki rétt að þingflokksformenn setjist yfir það, af því að hér er um að ræða þingsályktunartillögu og bara ein umræða eftir í málinu, hvort það geti talist vönduð þingleg meðferð málsins að ræða þetta eins og smávægilega breytingartillögu. Ég held að þetta sé af slíku umfangi bæði efnislega og pólitískt að það verði ekki við annað unað en að þingflokksformenn fái að ráðfæra sig (Forseti hringir.) aðeins og fara yfir stöðu málsins með forseta.