144. löggjafarþing — 37. fundur,  27. nóv. 2014.

beiðni um fund með þingflokksformönnum.

[13:12]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Eins og forseti hefur orðið var við liggur það alveg fyrir að minni hluta þingsins er mikið niðri fyrir út af þessu máli og skyldi engan undra. Það er ekkert nema tuddaskapur að koma svona fram. Framkoma hv. þm. Jóns Gunnarssonar á nefndarfundi í morgun, þegar hann tók þetta mál inn með þeim hætti sem var gert, er ekki boðleg — og ætla svo þingmönnum að vera bara rólegir fram eftir degi. Það er líka ástæða til að draga það í efa að fólk geti stillt sig eins og komið hefur verið fram. Þess vegna er ekki óeðlilegt að kallað sé eftir einhverri tímasetningu, hvort þetta geti orðið um fjögurleytið, fimmleytið eða eitthvað slíkt. Ef umræða á að fara hér fram um tvö, hálfþrjú þá ætti það að geta legið fyrir.

Málið hefur ekki farið í gegnum ríkisstjórn. Þess vegna er mjög undarlegt ef það á að fara að setja það í formlegt ferli til umsagnar, þ.e. ef (Forseti hringir.) þetta er ekki vilji ríkisstjórnarinnar, (Forseti hringir.) nema Sjálfstæðisflokkurinn standi á bak við þetta og njóti (Forseti hringir.) stuðnings Framsóknar, þetta hafi verið kaup…(Forseti hringir.)