144. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[22:42]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það var dálítið merkilegt að heyra einn af kvenskörungum Framsóknarflokksins lýsa því yfir áðan að hún hefði verið á móti jafnlaunaátaki á Landspítalanum. (VigH: Ég var ekki að segja að ég væri á móti … rétt mál.)

Herra forseti. Ríkisstjórnin sem áður sat tók akkúrat við 12 ára arfleifð Framsóknarflokksins og allir vita hvernig það endaði. Það leiddi til þess að hún tók við 230 milljarða gati sem þurfti að stoppa upp í. Það þurfti að gera margt sem var ákaflega erfitt. Eitt af því var að skera niður í menntakerfinu og líka á Landspítalanum. Eigi að síður blasti það alltaf við að stefnan var að taka á og reisa aftur upp þegar því væri lokið. Við skildum við með þeim hætti að það hefur verið fjögurra ára hagvöxtur í landinu.

Hv. þingmaður talar um kosningasvik af hálfu Framsóknarflokksins. Ég skal ekkert um það segja en klárt er að það vantar í Landspítalann og mig langar til að spyrja hv. þingmann: Hvað telur hann að þurfi mikið til þess að hann megi vel við una?