144. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[18:58]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hv. þingmanns sem hér talaði, það má fagna þessari hækkun til jöfnunar húshitunarkostnaðar. En það hefur líka komið fram hér í umræðum um fjárlögin að fólk hefur áhyggjur af því, og lagðar hafa verið fram tölur þess efnis, að virðisaukaskattshækkunin éti þetta allt of mikið upp og því verði þetta ekki eins mikil búbót og ætla mætti.

Það er kannski verkefni fjárlaganefndar nú á milli umræðna að kanna hvort það er þannig, og mér skilst að lagðar hafi verið fram tölur þess efnis að þetta sé ekki í eins góðum farvegi og vera mætti. Hv. fjárlaganefnd ætti að skoða hvort enn eina mótvægisaðgerðina þarf til að mæta þessum virðisaukaskattshækkunum umfram það sem hér er lagt til.