144. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2014.

framkvæmd þingsályktunar um tjáningar- og upplýsingafrelsi.

[10:56]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég tel að það sé ofmælt að nægt fjármagn sé til ýmissa þeirra verkefna, meðal annars þess sem hér var nefnt. Það er rétt að taka fram að að sjálfsögðu er hægt að vinna þá vinnu sem hér er um að ræða en það tekur þá bara mun lengri tíma ef ekki bætist við sérstakt fjármagn. Það á við um ýmis verkefni sem beint er til ráðuneytanna, m.a. með þingsályktunum. Þingið verður þá að sýna því skilning að ekki er hægt að klára öll verkefni samstundis. Fjármagnið hlýtur að ráða þar för. Hér er um að ræða verkefni sem kallar á býsna sérhæfða þekkingu sem annaðhvort þarf að ráða starfsmann inn að hluta til í það starf eða kaupa sérfræðiþjónustu. En ég get sagt við hv. þingmann, virðulegi forseti, að að sjálfsögðu verður þetta verk unnið. En þá erum við bara að ræða hér um tíma. Meira er kannski ekki hægt að segja í bili um það.