144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

virðisaukaskattur o.fl.

2. mál
[11:17]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Þetta er mjög góð tillaga og ég hvet þingheim til að samþykkja hana. Við munum síðan leggja til í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið að þessir 3 milljarðar renni til heilbrigðisþjónustunnar, m.a. að 500 milljónir fari í geðheilbrigðismál. Ég held að enginn hérna inni geti haldið því fram að ekki vanti pening í þann málaflokk. Mér finnst þetta ótrúlega skrýtin forgangsröðun. Finnst meiri hlutanum virkilega mikilvægt að fólk geti fengið meira fyrir peninginn á nammibarnum á sama tíma og það sárvantar peninga í heilbrigðisþjónustuna?

Ég hvet þingmenn til að samþykkja þessa tillögu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)