144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:00]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar aðeins að spyrja út í stöðu Íbúðalánasjóðs í ljósi tölvupósts sem þingmenn í hv. fjárlaganefnd fengu frá stjórn sjóðsins.

Það hefur ekki alveg legið fyrir hversu mikið tap Íbúðalánasjóðs verður af völdum skuldaniðurfellingarinnar og eins séreignarsparnaðarúrræðisins. Það eru nokkrar tölur á reiki. Miðað er við að það séu 1,3 milljarðar á ári og svo 2,4 út af flýtingunni. Mig langar bara til að spyrja hvort það sé ekki alveg öruggt að Íbúðalánasjóður fái greitt fyrir það tap sem af þessum skuldaaðgerðum hlýst. Það eru peningar sem eru umfram þá 80 milljarða sem alltaf er talað um í þessa aðgerð. Ég spyr hvort hv. formaður fjárlaganefndar sé með þá tölu á hreinu, (Forseti hringir.) hvert tapið verður af þeim tveimur úrræðum sem ég nefndi.