144. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2014.

fjárlög 2015.

1. mál
[14:59]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Af því að minnst er á Norræna fjárfestingarbankann þá kom það einmitt fram á fundi fjárlaganefndar, frá stjórnendum Isavia, að þegar bankinn frétti af því að ríkið ætlaði grípa fram fyrir hendurnar á stjórn félagsins og taka út fjármuni þá hringdi bankinn og sagði: Heyrðu, hvað er að gerast með þetta félag? Hvað er í gangi? Auðvitað er það algjörlega fáránlegt að fjárlaganefnd leggi til að gripið sé inn í stöðu félagsins en stjórnin hunsuð.

Virðulegi forseti. Hér er (Gripið fram í.) verið að halda því fram að sú sem hér stendur sé á móti því að gert sé við flugvelli úti á landi. Það er rangt. Ef menn hlusta og lesa nefndarálit mitt þá stendur það skýrum stöfum að það sé nauðsynlegt að byggja upp úti á landi. En það er líka nauðsynlegt að gera það í Keflavík. Og við skulum bara byggja upp fyrir ört vaxandi ferðamannaiðnað á báðum stöðum. (HöskÞ: Rétt.)

Það kemur að því (Forseti hringir.) að við fáum arð af þeim framkvæmdum og þeim fasteignum, en það er ekki komið að því á árinu 2015. (Gripið fram í.)