144. löggjafarþing — 57. fundur,  27. jan. 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[18:11]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir góða og yfirvegaða ræðu og að rifja upp ályktun BHM og áhyggjur fólks innan raða BHM af frumvarpi forsætisráðherra.

Við höfum mikið rætt þá ákvörðun forsætisráðherra að leggja niður núverandi samhæfingarnefnd um siðferðileg viðmið fyrir stjórnsýsluna hér. Nú er hv. þingmaður einn af flutningsmönnum tillögu til þingsályktunar um stofnun Landsiðaráðs. Mig langar þess vegna að vita hvort þingmaðurinn telur að stofnun Landsiðaráðs geti haft góð áhrif á stjórnsýsluna. Ef svo er, með hvaða hætti?