144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

þjóðaröryggisstefna.

[13:56]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra kærlega fyrir góð svör. Það er mjög mikilvægt að við gerum greinarmun á þjóðaröryggisráði og þjóðaröryggisdeild. Út frá því sem fram hefur komið í þeirri litlu umræðu sem mér finnst að við þurfum að taka hefði ég talið að þjóðaröryggisráðið sé með miklu víðtækari heimildir en að fást sérstaklega við hryðjuverkaógnir.

Með þjóðaröryggisdeildina þá erum við líka að tala um auknar rannsóknarheimildir til þess að vera með forvirkar njósnir gagnvart borgurum landsins. Það er mjög mikilvægt að við aðskiljum þessa hluti og höfum mjög skýra stefnu um það hvað heyrir undir hvaða ráðuneyti. Mig langaði að spyrja ráðherrann hvort hann hafi einhverjar skoðanir á því.