144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[16:31]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það var ekki það sem síðasta ríkisstjórn og alveg sérstaklega þáverandi formaður Vinstri hreyfingarinnar — græns framboðs töluðu um ítrekað þegar þau lýstu því yfir að ríkisstjórnin áskildi sér rétt til að slíta viðræðum við Evrópusambandið, þó að hún léti sig hafa það að fara út í þetta. Ríkisstjórnin áskildi sér rétt til að slíta viðræðum við Evrópusambandið á hvaða tímapunkti sem væri.

Því spyr ég aftur: Er hv. þingmaður þeirrar skoðunar að núverandi ríkisstjórn hafi ekki sama rétt og síðasta ríkisstjórn í þessu máli?