144. löggjafarþing — 89. fundur,  15. apr. 2015.

stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl.

691. mál
[16:43]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. ráðherra talar um að það sé mismunur á milli útgerða. Það er vissulega rétt. Hæstv. ráðherra hefur í hendi sér hvernig hann stýrir gjaldtöku á mismunandi útgerðarflokkum og ég tel að það eigi að skoða það en það er engin þörf á því að fara að kvótasetja makrílinn vegna þess að lög segi til um það. Það er hægt að breyta lögum og til þess erum við hér. Við getum sett lög sem ganga út á að það verði farið öðruvísi með nýjar tegundir eins og makríl en þær tegundir sem nú eru í aflahlutdeild.

Sú mikla gagnrýni á það kvótakerfi á fullan rétt á sér. Við þekkjum þá miklu fjármunatilfærslu og það óréttlæti sem hefur komið í kjölfarið á kvótasetningunni. Nú þegar gullið tækifæri gefst til að fara öðruvísi með makrílinn er það ekki nýtt enda harðsvíraðir kvótaflokkar við völd.

Ég segi bara að við eigum ekki (Forseti hringir.) að líða þetta því að það er verið að ræna þjóðina með þessari kvótasetningu.