144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[19:39]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bara hafa þetta í sem mestri fjarlægð frá ákvörðun eins manns og mögulegt er. Skipan ráðgjafarnefndarinnar er mjög áþekk skipan stjórnar Bankasýslunnar, en þar eru hæfniskröfurnar víðtækari, mér finnst ágætt að hafa hæfniskröfurnar miklar. Við erum að sýsla með svo ofboðslega miklar og háar upphæðir að við viljum hafa ferlið eins faglegt og mögulegt er og tryggja að það sé ekki einn maður sem á endanum geti bara sagt: Svona verður þetta. Eins og kom fram í ræðu minni þá þarf ráðherra að spyrja, hann þarf að bera hlutina undir fullt af liði sem er gott, en það er enginn sem getur stoppað hann ef hann ákveður að fara einhverja ákveðna leið. (Gripið fram í.) Það finnst mér ekki gott.