144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[14:47]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Tvær tillögur hafa komið fram um nefnd sem málinu skuli vísað til. Önnur er frá hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra um að málinu verði vísað til fjárlaganefndar. Hin tillagan er frá hv. 9. þm. Norðaust., Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, um að málið fari til efnahags- og viðskiptanefndar. Atkvæðagreiðslan fer fram samkvæmt fastri þingvenju. Fyrst verða greidd atkvæði um þá tillögu sem fyrst kom fram, í þessu tilviki tillögu frá hæstv. fjármálaráðherra. Verði hún samþykkt kemur hin tillagan ekki til atkvæða.

Svo ekkert fari nú á milli mála og forseti verði ekki borinn þeim sökum að vilja með klækjum stjórna þinginu þá vill forseti taka það mjög skýrt fram, og gerir ráð fyrir því að það kalli ekki á fundarstjórn forseta og umræður af því tagi hér á eftir, að nú fer fram umræða um atkvæðagreiðsluna, svo það fari ekkert á milli mála.