144. löggjafarþing — 105. fundur,  12. maí 2015.

um fundarstjórn.

[18:12]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti hefur ekki orðið þess var að fleiri óski að ræða fundarstjórn forseta. Hann hefur hlýtt á óskir þingmanna um að umræðunni verði ekki fram haldið fyrr en skapast hefur svigrúm fyrir fund forseta með formönnum þingflokka. Með hliðsjón af aðstæðum og tíma hefur forseti komist að þeirri niðurstöðu að gera snemmbúið kvöldverðarhlé og skapa það svigrúm fyrir fundahöld, þannig að þessum fundi er þá frestað til klukkan 17. (Gripið fram í.) Til klukkan 19, en ekki verður þá um annað kvöldmatarhlé að ræða. Fundinum er frestað til klukkan 19.