144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:47]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Þetta er mjög athyglisvert. Það má væntanlega gera ráð fyrir því að ef meiri hluti atvinnuveganefndar vildi opna vínbúð þyrfti þessi meiri hluti í raun ekki að gera það þótt ríkisstjórnin hefði verið búin að koma sér saman um að hafa áfengi á vegum ríkisins. Minni hluti eða meiri hluti nefndar gæti farið á svig við það sem ríkisstjórnin væri búin að koma sér saman um. Skil ég það rétt? Ramminn 3 er eitthvað sem stendur og er leikreglurnar en þingmaðurinn telur að þingið þurfi ekki að framfylgja því verkferli sem búið var að ákveða að framfylgja, þannig að þingið getur farið á svig við það og krafist þess að ríkisstjórnin eða framkvæmdarvaldið fremji lögbrot.