144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[14:50]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Ég má því draga af þessu þá ályktun að þingmanninum finnst í lagi að þingið fari fram á að ríkisstjórnin fremji lögbrot, það er mjög gott að halda því til haga. Þetta eru í sjálfu sér ákveðin tíðindi en ég fagna því að þingmaðurinn telji að þingmenn hafi rétt á að fara á skjön við vilja ríkisstjórnarinnar, það er þá í fyrsta skipti í langan tíma sem þingið hefur svo sjálfstæðan vilja. Eða telur hv. þingmaður að þessi breytingartillaga sé í raun líka ósk ríkisstjórnarinnar?