144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:11]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir mjög yfirgripsmikla og góða ræðu. Það er gott að hún komst að á þessum tímapunkti.

Það er rétt að við erum ekki öll sammála. Ég er hins vegar sammála þingmanninum um það — hafandi setið í verkefnisstjórn um rammaáætlun 2, en þá var ekki búið að setja lögin — að þegar við vorum í þeirri vinnu gerði maður sér ekki grein fyrir því að biðflokkurinn yrði svona þröngur, en þá var hafin einhver umræða um að flokka þessa kosti. Ég veit til þess að bæði ég, sem var á þeirri skoðun að það mætti virkja talsvert meira, og annar fulltrúi, sem var algjörlega á gagnstæðri skoðun við mig, vorum báðar jafn undrandi á því að þetta væri niðurstaðan. En þetta var vilji Alþingis, lögin voru sett á þennan hátt og um það dugir ekki að deila. — Og ég fékk bara eina mínútu, herra forseti, þetta er allt of stutt.

(Forseti (SJS): Já, og ein mínúta líður á einni mínútu.)