144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

lengd þingfundar.

[11:43]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Að hæstv. forseti skuli leggja til lengdan þingfund um mál sem stendur fast lýsir því og vekur spurningar um hvort virðulegur forseti lítur svo á að hann sé forseti alls þingsins, vegna þess að hér er í raun farin sú leið að gefa frekjupólitíkinni byr undir báða vængi og keyra áfram með lokuð augun gríðarlega alvarlegt mál. Ég spyr: Er þetta virkilega leiðin að sameinaður stjórnarmeirihluti stingi hér höfðinu í sandinn, hver einasti og einn þingmaður meiri hlutans, í algeru skilningsleysi á pólitískri stöðu þessa máls og alvarleika umræðunnar hér úti?