144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

rammaáætlun og kjarasamningar.

[10:26]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Í ljósi orða sem hér féllu um meint tjáskipti mín um persónuleg samtöl þingmanna vil ég lesa það sem ég skrifaði á Facebook í gær:

„Tók þátt í atkvæðagreiðslu um lengd þingfundar og hann tók þátt í atkvæðagreiðslu um lengd þingfundar og hann tók þátt í að hafna sáttatillögu minni hlutans með dagskrárbreytingartillögu. Hann var bara kátur og hress og lék á alsoddi og gantaðist við Jón Gunnarsson, sessunaut sinn.“

Það var allt og sumt sem ég sagði. Ég get ekki sagt að þetta sé inngrip í friðhelgi einkalífs þingmanna. Hér erum við á opnum fundum og maður hlýtur að mega segja hvenær einhver leikur á alsoddi. Ef það er bannað, forseti, vil ég fá nákvæmar leiðbeiningar um það að það sé algjörlega bannað að segja nokkurn skapaðan hlut um hvað við gerum í þingsal. Ég legg þá til að við hættum með beinar útsendingar af þessum fundum. [Hlátur í þingsal.]