144. löggjafarþing — 112. fundur,  26. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:49]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Sú ábending sem hér hefur komið fram varðandi nefndir er mjög mikilvæg vegna þess að nú þegar hillir undir lok þingsins er verið að vinna mjög hratt í mörgum nefndum. Verið er að kalla inn síðustu hollin af gestum, byrjað er að setja saman nefndarálit og þingmenn þurfa að hafa ráðrúm til að meta hvort þeir séu á meirihlutaáliti eða þurfi að vera á sérstöku áliti, leggja fram breytingartillögur o.s.frv. Það er óviðunandi að formönnum nefnda sér bara selt sjálfdæmi um hvenær þeir boða fundi og þingmenn lendi í því hver á fætur öðrum að nefndafundir í nefndum sem þeir eiga sæti í rekist á og þar með missi þeir samfelluna í umfjöllun þeirra mála sem eru á lokasprettinum í meðförum nefndarinnar. Ég hlýt að óska mjög eindregið eftir því, herra forseti, að það sé skoðað sérstaklega og að kippt sé inn einhvers konar bráðabirgðanefndatöflu til að koma í veg fyrir þennan árekstur.