144. löggjafarþing — 114. fundur,  28. maí 2015.

lyfjalög.

408. mál
[15:53]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála henni og segja að ef internetið hefði verið komið til á þeim tíma sem lögin voru samin hefðum við líklega reynt að koma í veg fyrir að auglýst væri á internetinu, reynt að fyrirbyggja auglýsingu lyfja þar. Ég vil túlka 16. gr. þannig að almennt ætti ekki að leyfa í lögum að auglýsa lyf og þess vegna gefin sérstök heimild til þess að auglýsa þau annars staðar en í sjónvarpi, áður en internetið kom til. Ég held því að við séum að færa þetta í ranga átt. Við ættum frekar að færa það til baka og reyna að draga úr auglýsingu lyfja.