144. löggjafarþing — 116. fundur,  1. júní 2015.

fundur forseta með formönnum þingflokka.

[15:09]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil fá að taka undir þessa ósk af því að mér finnst eðlilegt að á meðan formenn funda verði gert hlé á þessum fundi og síðan verði gefið ráðrúm fyrir þingflokka á eftir.

Þá vil ég líka nefna að mér finnst skipta máli að hér sé staðgengill ráðherra. Þetta er 1. umr. málsins, þetta er mikilvægt mál og ég tel að menn vilji fá það afgreitt út úr þinginu fyrir þinglok, þá skiptir máli að hér sé staðgengill ráðherra í fjarveru hans svo málið geti fengið almennilega efnislega umræðu við 1. umr. málsins.

Ég óska eftir þessu og ég geri ráð fyrir því að hæstv. forseti sé að gera ráðstafanir þannig að staðgengill sjávarútvegsráðherra komi hingað og sé við þessa umræðu.