144. löggjafarþing — 117. fundur,  2. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[16:57]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur fyrir álit hennar. Ég er ekki viss um að hún hafi endilega skilið eftir spurningu handa mér í síðara skiptið en við vorum að ræða að vald og ábyrgð fari saman og erum alveg hjartanlega sammála um það.

Hvað varðar heimild til að ákveða aðsetur stofnana þá er þetta alltaf stjórnarathöfn framkvæmdarvalds og ráðherrann sem hluti af framkvæmdarvaldinu á að hafa þá lagalega stoð ef honum sýnist svo að þetta geti verið til að bæta og auka skilvirkni í stjórnun og skipulagi stofnana.