144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:22]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Tímasetning er nefnilega algert lykilatriði sem og aðstæður og mér þykir bratt gengið í þessari ríkisfjármálaáætlun að gera beinlínis ráð fyrir því, og það er gefið í í nefndaráliti meiri hlutans, að það þurfi að drífa í að selja eignarhlut í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum til að reyna að minnka skuldir ríkissjóðs. Ég er hrædd um að þegar menn ganga svona bratt fram og setja inn í áætlun að þetta eigi að gerast á þessu ári eða því næsta hafi menn ekki augastað á því að gera það við bestu mögulegu aðstæður. Ég tel ekki að bestu mögulegu aðstæður séu á þessu ári og líklega ekki á því næsta því að óvissan í efnahagskerfinu er hreinlega of mikil. Meðan við fáum jafn mikið í arðgreiðslur og raun ber vitni, eins og frá Landsbankanum, tel ég algert glapræði að ætla að fara í sölu á þessum eignarhlutum.

Ég tel að þessu leyti um enn eina risaholuna að ræða (Forseti hringir.) í þessari ríkisfjármálaáætlun.