144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:45]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er þannig með flest mál að maður vill sjá einhvern tilgang í því að ræða þau. Þessi ríkisfjármálaáætlun er mjög gott plagg til að sjá fram í tímann og sjá hvað ríkisstjórnin hyggst fyrir í framkvæmdum í þjóðfélaginu. Maður sér ekki tilganginn með því ef forsendur eru orðnar það breyttar frá því að hún var lögð fram fyrst. Það hlýtur að vera eitthvert markmið í sjálfu sér og tilgangur á endanum. Forsendur eru brostnar.

Mér finnst eðlilegt að varaformaður fjárlaganefndar meti stöðuna, taki málið inn og skoði í nefnd því að það eru auðvitað stórir þættir eins og losun gjaldeyrishafta, kjarasamningar þar sem ríkisstjórnin hefur spilað út háum fjárhæðum til að liðka fyrir kjarasamningum og fleira sem veldur því að það er forsendubrestur í þessu máli. Ég held að hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson ætti að taka á sig rögg sem formaður fjárlaganefndar (Forseti hringir.) í fjarveru formannsins.