144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

um fundarstjórn.

[20:36]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Það er þannig af hálfu annars stjórnarflokksins, Framsóknarflokksins, eða öllu heldur meintrar forustu hans, að reynt er að halda þinginu uppteknu og pirruðu; af og til að gefa því fingurinn, eins og sagt er á nútímamáli, þ.e. að slengja einhverju fram sem ekkert mark er á takandi, bara til að passa að menn hafi eitthvað til að tala um.

En svo er þeim slétt sama, virðulegi forseti, þeim er nákvæmlega sama um þetta allt saman. Ég held þeim sé sama um málin. Ég held að það eina sem vakir fyrir þeim sé að sýna þinginu hvað þeir ráði miklu. Ég held að það sé það sem þetta snúist um hjá Framsóknarflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn mundi, held ég, standa betur að málum, enda er þar forusta fyrir stafni ólíkt því sem er í Framsóknarflokknum.

Það er svipað og hv. 6. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður sagði áðan: Maður gerir ekki neitt nema að gera eitthvað. — Þetta gæti verið svona málsháttur eða eitthvað.