144. löggjafarþing — 140. fundur,  30. júní 2015.

verndarsvæði í byggð.

629. mál
[18:00]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Sem framsögumaður hef ég óskað eftir því að b- og c-liður 5. liðar breytingartillögu við 12. gr. verði dregin til 3. umr. Þessi liður varðar húsakönnun og hverfisskipulag og mun nefndin fara betur yfir þau ákvæði er snúa að hverfisskipulagi milli umræðna, af því leiðir að breyting sem lögð er til varðandi húsakönnun kemur ekki til atkvæða fyrr en við 3. umr.

Það er rétt að geta þess að þeim atriðum sem lúta að skörun við skipulagslög hefur verið breytt í breytingartillögum nefndarinnar þannig að sú gagnrýni sem kom fram hér áðan frá hv. þm. Guðmundi Steingrímssyni á ekki rétt á sér að öllu leyti eins og tillögurnar líta orðið út núna.

Í umræðu um málið áðan var gerð grein fyrir grundvelli lagasetningar og mismunandi sjónarmiðum.