144. löggjafarþing — 140. fundur,  30. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:07]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er of margt óljóst og loðið við þessa þingsályktunartillögu og þetta er ekki stöðuplagg, þetta er þingsályktunartillaga. Ég segi eins og þeir sem á undan mér hafa komið: Að hvaða leyti bindur þetta hendur ráðherra, að hvaða leyti er hann bundinn af þessu? Það er talað til dæmis um lækkun tryggingagjalds og áform um tekjuskattslækkanir, sem hefur í rauninni verið horfið frá á öðrum vettvangi. Því miður getum við í Bjartri framtíð ekki greitt atkvæði með þessari þingsályktunartillögu.