144. löggjafarþing — 144. fundur,  2. júlí 2015.

uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka.

800. mál
[15:35]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er mikið gleðiefni að við skulum vera að samþykkja þetta mál í dag. Um að ræða stuðning við svæði sem er hefur verið kalt í atvinnulegu tilliti, atvinnuleysi og fólksflótti. Það hlýtur að vera öllum fagnaðarefni að við skulum geta staðfest þá samninga sem hluti af síðustu ríkisstjórn náði með aðstoð okkar framsóknarmanna að koma áfram. Við hljótum að gleðjast yfir því að þetta skuli vera að verða að veruleika.

Um er að ræða nýtingu á umhverfisvænni orku. Við erum að nýta orkuna í heimabyggð. Heimamenn hafa haldið gríðarlega vel á spöðunum, unnið þetta frá grunni á skynsamlegan hátt og ég ætla að leyfa mér að fagna því með þeim að þetta verkefni sé að verða að veruleika.