145. löggjafarþing — 6. fundur,  15. sept. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[14:40]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguna. Það eru engin ný tíðindi að við samfylkingarfólk erum ekki sammála því hvernig staðið er að þessum skattalækkunum og teldum að þær ættu að koma þeim lægst launuðu og þeim sem lægsta hafa innkomuna í þjóðfélaginu betur en raun ber vitni. Ráðherrann hefur gjarnan sagt að ekki sé hægt að lækka það sem þetta fólk borgar vegna þess að það borgi enga skatta. Ég held að allt venjulegt fólk geri engan greinarmun hvort það borgi skatta eða útsvar, ég held að það sé kannski aðallega fólk í fjármálaráðuneytinu sem gerir greinarmun þar á en ekki venjulegt fólk. Mig langar því til að spyrja: Hefur ráðherranum ekkert dottið í hug að breyta þá útsvarinu, (Forseti hringir.) eða taka upp annað, þannig að það mætti koma til móts við þetta fólk í því sem það greiðir í opinber gjöld?