145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

afnám verðtryggingar o.fl.

[11:16]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Út af þessum ummælum hv. þingmanns vill forseti taka fram að hann taldi sig ekki þurfa með neinum hætti að kenna hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur mannasiði, (Gripið fram í.) enda var það svo að okkar samtal fór fram, eins og ævinlega, með sívilíseruðum og kúltíveruðum hætti. Forseti biðst afsökunar á þessari erlendu slettu. Það kom einfaldlega fram af hálfu formanns fjárlaganefndar að ekki væri hægt að gera breytingar á þessum löngu boðaða fundi.

Varðandi beiðni hv. þm. Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, 3. þm. Reykv. s., liggur fyrir að það hefur verið óskað eftir því af þinginu að þessi umræða geti farið fram.