145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[12:44]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt skilið hjá hv. þingmanni að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að þetta sé ekki venjuleg neysluvara, sem við tökum undir og höfum þess vegna strangt kerfi utan um þetta, ekki algert frelsi. Þess vegna er sú leið farin í þessu.

Ég er ekki að segja að frumvarpið sé samið þannig að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mundi samþykkja það fyrir sitt leyti. Við nýttum okkur gögn frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni við vinnslu frumvarpsins og hvernig þeir vildu nálgast málið þó ég hafi ekki nýtt alla skýrsluna þeirra.

Ég vil skora á hv. þingmann að færa fram þau rök hvernig þessar skýrslur og lýðheilsumálin mundu snúast til verri vegar með frumvarpinu, fara í það lið fyrir lið.