145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:55]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna og vangavelturnar sem þar komu fram. Þingmaðurinn byrjaði á að setja stórt spurningarmerki við að ríkið annist áfengisdreifingu, það erum bara við, samfélagið, og við gerum það einkum af lýðheilsulegum ástæðum. Ég set ekki spurningarmerki við það einfaldlega vegna þess að ég sé kostina í því frá lýðheilsulegu sjónarmiði, frá sjónarmiði neytandans, skattgreiðandans, en set hins vegar spurningarmerki við það að stóru verslunarkeðjurnar fylli hillur sínar af þessari vöru. En ég vil spyrja hv. þingmann út frá sjónarhóli neytandans: Ef niðurstaðan er sú að afnám ÁTVR, eins og frumvarpið leggur til að verði framkvæmt, muni draga úr úrvali og muni hækka verðlag, skiptir það (Forseti hringir.) ekki hv. þingmann máli sem fyrrverandi talsmaður neytendasamtaka?