145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[14:59]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, eins og ég sagði í ræðu minni finnst mér þetta ekkert sérstakt vandamál, kannski vegna þess að ég drekk sirka þrjá bjóra á mánuði og þetta pirrar mig ekki neitt. Ég get hins vegar ekki horft fram hjá því að þessi krafa og þessar raddir eru uppi. Mér finnst þess vegna sjálfsagt að skoða það. Þetta snýr kannski ekki endilega að mér og minni fjölskyldu. Þetta er krafa og þess vegna lagði ég áherslu á það áðan að ég mundi vilja fá aðeins meiri tilfinningu fyrir því hvað þjóðinni finnst. Ég hef bara séð eina skoðanakönnun sem mig minnir að Fréttablaðið hafi gert þar sem þjóðin var frekar andvíg. Ég mundi hreinlega vilja vísa þessu í þjóðaratkvæðagreiðslu.