145. löggjafarþing — 21. fundur,  15. okt. 2015.

um fundarstjórn.

[12:28]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Það er ágætt að búið sé að koma boðum til hæstv. heilbrigðisráðherra um að hans sé óskað við þessa umræðu, svo langt sem það nær. Ég tek undir að það er gríðarlega mikilvægt að hæstv. ráðherra sé hér, hlusti á umræðuna og taki helst þátt í henni eftir atvikum, því að líkt og hv. þm. Ögmundur Jónasson benti á hefur hæstv. ráðherra sett fram ákveðna stefnu í áfengismálum. Hann hefur oft talað þannig úr þessum ræðustól eins og honum sé annt um lýðheilsumál, og meginþunginn í röksemdafærslu þeirra hv. þingmanna sem tekið hafa þátt í umræðunni hér snýst um lýðheilsumál, um mál sem eru á verkefnasviði hæstv. ráðherra. Þess vegna tek ég undir (Forseti hringir.) tillögu hv. þm. Svandísar Svavarsdóttur; tökum matarhlé núna og sjáum hvort ráðherrann verður þá ekki kominn þegar við erum búin í mat.