145. löggjafarþing — 24. fundur,  21. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:04]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég velti því líka fyrir mér hvaða stefna sé í gangi í þessu máli eins og svo mörgum öðrum jafnvel.

Í umsögninni frá ASÍ segir að verði þróunarsamvinna færð yfir á eina hendi þannig að hún verði alfarið á ábyrgð utanríkisráðuneytisins þá muni faglegi þátturinn tapast. Það kemur líka fram í umsögn ASÍ, með leyfi forseta:

„Hætta er á að diplómatískar áherslur fari að blandast inn í þróunarsamvinnuna, þ.e. að framlagsríki fari að reka hana með eigin hagsmuni að leiðarljósi en ekki hagsmuni fátækra ríkja eingöngu.“

Telur hv. þingmaður að það sé hætta á því að hagsmunum fátækra ríkja verði kastað fyrir róða þegar þessu fyrirkomulag verður komið á?