145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[14:36]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Já, það gæti kannski verið ein skýring og að það er þá kannski líka skýringin á hinum sterka vilja embættismannanna, sem virðist vera í utanríkisráðuneytinu, til að fá málaflokkinn að fullu inn í ráðuneytið, honum fylgja náttúrlega miklir peningar og þá er hægt að hliðra svolítið til. Fjármagni fylgir alltaf vald og þá verður hægt að efla þá þætti sem þeir vilja ef þeir hafa fjármagnið til.

Þingmanninum verður tíðrætt um valdið. Ég deili skoðunum hans í þeim efnum að við eigum helst, og sérstaklega þeir sem fara með vald, að óttast valdið. En sýndi það sig ekki hér í dag að ráðherrar í þessari ríkisstjórn bera enga (Forseti hringir.) virðingu fyrir þinginu? Það kemur fram í því hvernig þetta mál er rekið og það kemur til dæmis fram í hegðun hæstv. forsætisráðherra gagnvart þinginu.