145. löggjafarþing — 29. fundur,  4. nóv. 2015.

tekjuskattur o.fl.

172. mál
[21:08]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við greiðum hér atkvæði um þetta mál. Hæstv. fjármálaráðherra er viss. Fyrst hann er svo viss þá hefði það auðveldað okkur umfjöllun um málið ef við hefðum fengið í hendurnar einhvers konar áætlun um losun hafta, ef við hefðum fengið greiningu á þeim vanda sem eftirstöðvarnar af aflandskrónunum munu valda, ef við hefðum fengið samanburð á skattaleið og afsláttarleið og ef við hefðum fengið einhvers konar mat á áhrifum á íslenska lífeyriskerfið. Þá gætum við öll verið viss, þá gætum við staðið saman að þessu máli. En hæstv. fjármálaráðherra sem kemur hér með gorgeir og er svo viss er ekki tilbúinn til að vinna málið í samstarfi við minni hlutann í þinginu og veita tilhlýðilegar upplýsingar um það.