145. löggjafarþing — 39. fundur,  24. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[17:33]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Svo falla nú öll tré skógarins til jarðar þegar ég kem upp í liðnum um fundarstjórn forseta. Ég hef ekki gert það fyrr á tveggja og hálfs árs þingsetu (Gripið fram í.) en ég neyðist nú til þess vegna þess að það kom fram í ræðu hv. þm. Katrínar Júlíusdóttur að málið hefði fengið einhverja sérstaka meðferð í utanríkismálanefnd. Svo er alls ekki. Það var umsagnarfrestur. Allir þeir sem veittu umsögn um málið komu fyrir nefndina. Þeir sem var óskað eftir að yrðu kallaðir til komu fyrir nefndina og ég tel að málsmeðferðin hafi verið ósköp eðlileg og það var engum þvingunum beitt. Við skulum því ekki vera að bera það á nefndarformann eða meiri hluta nefndarinnar að hérna hafi einhverjum þvingunum verið beitt. Ég ber af nefndinni sakir í þeim efnum, af meiri hlutanum.

Virðulegi forseti. Ég hef lokið máli mínu.