145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[18:55]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil nota tækifærið og ræða þetta aðeins í eina mínútu eða svo að hv. 9. þm. Reykv. s. hafi vitnað í eitthvað sem fram fór á nefndarfundi.

Burt séð frá reglunum, og ég gagnrýni í sjálfu sér ekkert sem hæstv. utanríkisráðherra, ég hef ekki skoðun á því, þá hlýtur að vera ljóst að það er verðmætt fyrir umræðuna að vitað sé hvað fram fór á fundinum og hvað fram kom í máli þess sem skrifaði skýrsluna sem málið gengur út frá. Í því sambandi hljótum við að þurfa einhverja leið til þess að samskipti þingsins við aðila utan þings verði ljós.

Því vil ég leggja það til að fundir fastanefndar Alþingis verði að jafnaði opnir.