145. löggjafarþing — 41. fundur,  26. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[11:39]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég sat ekki í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili. Ég sat ekki heldur í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili og mér finnst rifrildi um það hvað hver sagði þá og hvað var rangt gert einhvern tíma vera einhver aumustu rök sem ég hef heyrt fyrir því að gera illa eða taka rangar ákvarðanir. Hér erum við að ræða um mjög alvarlegt málefni, innlegg Íslendinga til þess að heiminum farnist vel, til þeirra samfélaga sem standa hvað verst í heiminum og mér finnst það fyrir neðan okkar virðingu að taka umræðuna niður á þetta plan. Þetta er spurning um virðingu fyrir málaflokki, virðingu fyrir starfi og sjálfsvirðingu Alþingis og ég kann illa við umræðuna hér.