145. löggjafarþing — 44. fundur,  30. nóv. 2015.

peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

139. mál
[17:25]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Brynjar Níelsson) (S) (andsvar):

Ef hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason telur okkur vera komin út á hála braut með því að hafa krónur í staðinn fyrir evrur hefur hann ekki farið á alvörusvell. Það skiptir auðvitað sáralitlu máli hvort við notum krónur eða evrur. Ég verð að segja að mér fannst þetta ekki tilefni til svona langrar ræðu, hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason. Kannski hafa þær áhyggjur verið undir niðri hjá nefndarmönnum að evran væri bara orðin svo lélegur gjaldmiðill að menn treystu ekki á hana til framtíðar.