145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:22]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Hér kemur að lið sem varðar Vegagerðina. Í frumvarpinu sem slíku er örlitlu bætt við, annars vegar til framkvæmda og hins vegar til vetrarþjónustu, og ekki veitir af. Þetta er hins vegar allt of lítið sem þarna er sett fram vegna þess að þær 1.300 milljónir sem ríkisstjórnin leggur til að bæta við út frá einhverri ákvörðun í sumar eru viðbót við nánast ekki neitt. Sem dæmi má segja um ástandið í samgöngumálum hvað varðar framkvæmdir að þá eru nánast engar framkvæmdir í gangi á landinu nema þær sem ákvörðun var tekin um í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það sem verra er; þær framkvæmdir eru ekki einu sinni fjármagnaðar. Sem dæmi um framkvæmdir við Norðfjarðargöng þá er það samkvæmt fjárlögum það illa fjármagnað að verktakinn er búinn að vinna fyrir skammtað fé á miðju ári og hefur þurft að lána ríkissjóði fyrir restinni af framkvæmdunum.

Virðulegi forseti. Hér er verið að bæta litlu við ekki neitt, heimsmet eða Íslandsmet í framkvæmdaleysi í samgöngumálum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)