145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:18]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef við úthlutum á einstaka liði er það ómögulegt og ef við látum ráðuneytið um að útbýta (Gripið fram í.)er það líka ómögulegt. Ég átta mig ekki alveg á því hvernig við eigum að vinna þetta.

Við teljum að þessum þriðja geira, eins og hefur komið fram, sé ekki nógu vel sinnt í ráðuneytunum. Þess vegna erum við að grípa inn í og leggjum til að þetta verði yfirfarið. Við sáum á (Gripið fram í.) fjárlaganefndarfundi í morgun að það eru fjárhæðir að detta niður dauðar og færast á milli ára sem ekki hafa verið notaðar, einmitt á svona liðum. (Forseti hringir.) Við hljótum að vera sammála um að láta skoða þessi mál.