145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:55]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Björn Leví Gunnarsson gaf í skyn hér áðan að ég vissi hvenær þessum þingfundi ætti að ljúka eða fyrirhugað væri að ljúka honum. Það er alrangt, ég hef ekki hugmynd um það, ég hef ekki spurt að því. En hann má vera til 3, 4 eða 5 í nótt mín vegna. (Gripið fram í.)

Það er alveg rétt að þingstarfið feli í sér ófyrirsjáanleika, eins og hv. þm. Katrín Júlíusdóttir nefndi, en við vitum það líka þegar við förum í þetta starf. Það er ófyrirsjáanleiki í þessu starfi. (Gripið fram í.) Það er fátt sem stenst varðandi tímasetningar í þessu starfi. Frá því að ég byrjaði í þessu starfi fyrir þremur árum hafa engar tímasetningar staðist í einu eða neinu og það hefur í fæstum tilvikum verið stjórnarmeirihlutanum að kenna.